forsendur...

Samfylkingin sem virðist vera með mun skynsamlegri stefnu en þeir sem kenna sig við grænan, gleyma einu.

Fólk sem er að kjósa á hugsjóna forsendum gefur lítið fyrir skynsemi í pólitík. Tilvonandi áhangendur hafa ekki áhuga á raunverulegum lausnum, sem flokkurinn hefur í það minnsta upp á að bjóða, ólíkt frændsyskinum sínum í vinstri G.

Þarmeð er ekki sagt að fólkið sem fylkir sér bak flokkanna tveggja hafi ekki annað en eyrnamerg milli eyrnanna. Þvert á móti er þar margt um skynsamt fólk, fólk sem eyðir tímanum sínum í "betri" hluti en að velta fyrir sér hagsmunum fólksins í landinu. Það er nú einusinni þannig að fylgni er milli menntun og vinstri hyggju.

Það væri ef-til-vill vænlegt til vinnings fyrir Camparí flokkinn að hamra á draumkenndum og tilgangslausum markmiðsyfirlýsingum. Tilgangslaust er að bjóða upp á lausnir, í málum þar sem fólk vill hafa hugsjónir. Það var nú einusinni réttilega sagt að versti glæpurinn væri að svipta fólki sjálfsblekkingunni. Hvað er eftir af hugsjónunum þegar ómöglueiki þeirra blasir við. 


mbl.is „Samfylking fari einungis í stjórn á eigin forsendum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband