Kvótakerfið

Það getur reynst vandasamt að svara spurningu af þessum toga með einföldu já/nei.

Ímyndum okkur aðra könnun, þar settir hefðu verið fram valkostir. Þar hefðu niðurstöðurnar verið af örðum toga. 

Hammurabi minnist ófárra skoðanakannanna þar sem vilji Íslendinga til að ganga í Evrópusambandið er kannaður. Þar er yfirleitt ein helsta ákvörðunarástæða nei'ara að þá missum við stjórn á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Loks má á það benda að þorri fólks telur það ekki tiltökumál, hverjir sitja að kjötkötlum sjó-gullsins. Svo mikið er víst að aumingja malarbúarnir fái ekkert fyrir sinn snúð, hvernig sem úthlutun veiðiheimilda fer fram. 

Hammurabi stendur það ekki til að gera lítið úr þeim hagsmunum sem hér um ræðir, enda megnið af útflutningstekjum landans og þarmeð gjaldeyri, frá fisknum komið. Skynsamleg stjórn þessara mála, niðurstöða sem er til þess fallinn að tryggja okkur $ um ókomna framtíð, er hér aðalatriði. Kvótakerfið má lasta um margt, og lengi má gott bæta. Hammurabi skynjar þetta sem ábendingu til Alþingis og lögsögumanns um að málið megi skoða, ekki áfellisdóm á kerfið sem heild.

Að lokum Hammurabi fagnar því að Vestfirðingar láti til sín taka, og beinki þær skálínur sem á þeirra hlut hafi verið gerðar. Við ykkur segir Hammurabi, "Hinn upphafni prins heyrir, sá sem guð óttast stendur með ykkur"

 


mbl.is Rúm 70% andvíg kvótakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband