Verðbólga, vextir og annað skemmtilegt

Þegar "stjórnmálaflokkar" ákveða að setja það á stefnuskrá sína að afnema verðtryggingu, hvað eiga þeir við með því. Ætla þeir að borga af lánum fólks sem nemur verðbólgunni, ætla þeir að banna fólki að taka verðtryggð lán eða ætla þeir kannski að gera ekki neitt (enda vita þeir vafalaust að þetta er kjánaskapur að segja svona).

Skoðum dæmið aðeins nánar. Eins og staðan er í dag hefur fólk val um það hvort það tekur verð- eða óverðtryggt lán. Verðtryggðu lánin (sem lang flestir kjósa sér) eru þeim gæðum gæddir að þau eru á mun lægri vöxtum. Þau hækka (líkt og t.a.m. laun fólks) svo í samræmi við verðbólgu. Hugnast þeim eftilvill að taka þennan valkost af fólki og neyða það að taka vaxtahærri lán.

Þeir höfðu núaldeilis hugsað málið til enda á þeim bæ, og segjast ekki bara ætla að afnema verðtryggingu, heldur líka okurvexti. Þar opnast þá tveir valmöguleikar fyrir kongana, sá fyrri að setja þak á vexti og sá seinni að taka að sér að setja styrivexti fyrir  hönd seðlabankans.

Fyrri valmöguleikinn þýðir að bankarnir myndu lána út vexti á lægri vöxtum en þeir sjálfir fengu þá (frá seðlabankanum). Þannig myndu þeir tapa peningu á hverri krónu sem þeir lána út. Bankarnir eru ekki í bisniss að tapa peningum, þannig þeir myndi einfaldlega hætta að lána út peninga, sem myndi síðan þýða t.d. að engin fengi húsnæðislán, bílalán eða nokkuð lán. Það myndi vissulega slá á þenslu, en ég efast um að nokkur ó-kommúnískur (eða kristin, það er víst bannað skv kristni að taka vexti af dauðu fé látum það liggja milli hluta) vildi taka af lífi hagkerfið á jafn skjótvirkan hátt.

Seinni valmöguleikinn væri að sjálfsögðu að taka hagstjórnina úr höndum seðlabankans og setja stýrivextina frá Alþingi. Óðaverðbólga og ofþensla (enn meiri en sú sem er núna) myndi síðan hleypa öllu í bál og brand, með lækkun stýrivaxta. Óháð því leyfir Hammurabi sér að efast um að þessir háu herrar sem leggja svona snilld til séu til þess færir að vera verkstjórar í sandkassa, hvað þá að stýra vöxtunum á landinu.

Frjálslyndiflokkurinn fær 0 rokkstig af 10 mögulegum fyrir þessa tillögu sína.

"fólk sækist eftir ráðherrastöðu til þess að geta kúkað á smáfólkið úr hærri hæðum"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband