Seiðskrattinn frá Nazaret

Það verður spennandi að sjá hvernig kosningarnar í vor fara. Þetta eru aðrar kosningarnar á nýrri öld, og eftilvill þær mikilvægustu. Svo virðist vera sem að fók ætli sér að kjósa með öðru en buddunni. Lítum aðeins á málin og spáum í hvað hver flokkur stendur fyrir annað en bara $.

Geir H. Haarde og lærisveinar hans í hinni ný-frjálsu sveit sjálfstæðismanna. Björn Bjarnarson segir á heimasíðu sinni "Villimennska hefur fylgt mannkyni allt frá örófi alda og í tímans rás hafa menn leitað ólíkra skýringa á henni, en auðvitað ræðst hún af siðferði hvers og eins og vilja hans til að virða lög Guðs og manna." Björn er trúrækinn maður, undarlegt þó að hafa í trúfrjálsu landi dómsmálaráðherra sem telur trúlausa villimenn  (Hammurabi hefur reyndar ómælda trú á manninum, og studdi fast við bakið á honum í undangengnu prófkjöri). Að undan-skildu trú sinni á "gyðinginn á krossinum", er fáa snögga bletti á þessum flokki að finna. Sjálfstæðisflokkurinn stendur mest fyrir málefni buddunnar, enda er það okkar einharða trú að með henni getur fólk sjálft fundið meina sinna bót, enda sjáldnast að kerfisvæddir bjúrókratar geti læknað meinsemdir alþýðunnar. Frelsi, og sjálfsákvörðunarréttur eru fánamerki klettanna undir skjaldar flokksins sem kennir sig við D.

Steingrímur J. og fylgismærar hans í jafnaðarsinnaðri kvennfrelsis-hreyfingunni grænu. Kolbrún Halldórsdóttirsagði á málfundi í Háskólanum í Reykjavík þar sem rætt var um vændisfrumvarpir "karlarnir vilja vafalaust ekki samþykkja bann við vændiskaupum, þar sem þeir finna til samkenndar með kaupandanum". Hér er eftilvillsá flokkur sem mest hefur af góðum hugsjónum. Hugsjónum sem allir geta skirfað upp á. Hér er á ferð flokkur sem getur, vill og kann að breyta landinu í það framtíðar-land sem við viljum sjá. Flokkurinn er þó því marki brenndur (gagnrýni sem á ekki rétt á sér) að vera of einstrengingslegur í trú sinni á jöfnuð. Hvassar tungur gagnrýni virðast gleyma því að það er hinn þögla blók sem allt gerir, háværar predikunarraddir eru eingungis leiðbeinendur skrifræðisins. Hér er ekki á ferð flokkur sem tilbúinn er að gefa spón úr aski sannfæringarsinnar fyrir örfáa punkta í könnunum eða kosningum, og svo virðist vera sem landinn er loks tilbúinn að veita honum þá viðurkenningu sem því ber að fylgja. Fegurð einkennir grasi grænan jafnaðarflokk þann sem við kennum við Vinstri græna. Þeir sem ekki kjósa með buddunni er verulega líklegir til að kjósa þennan flokk, enda sækir hann mesta fylgi sitt til ungra og kvenna.

Ingibjörg Sólrún og gæjarnir í samfylkingunni. Nýja framsókn, sá flokkur sem vafalaust mun oftast vera í stjórn á komandi árum. Flokkurinn sem getur starfað með öllum, enda fá málefni á ferð. Hér er á ferðinni flokkur sem lætur málefni líðandi stundar sig varða, flokkurin sem svarar kalli fólks, og hlýðir auðsveip herra sínum, síðustu skoðanakönnun. Flokkur sem er ekki hræddur við að leita ráða hvort sem það er til starfsbræðra sinna á Skandinavíu, eða til Capacent Gallup. Flokksmenn fylkja sér óspart bakvið stærsta mál flokks síns, að koma Ingibjörgu í forsætisráðuneytið, eða eins og Guðrún Helgadóttir sagði í hinu hlutlausa bloggi trúnó " Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til að sjá að hún mun láta verkin tala sem forsætisráðherra" eða frá sama bloggi þar sem Iðunn Steisdóttur kennari segir "Það er svo skrítið að horfa upp á þennan mun og finna hvað stelpurnar eru miklu hæfari en um leið víkjandi."

Jón Sigurðson og jarðbundinn breiðfylking frjálslyndra félagshyggjumanna þeirra sem við framsókn kenna sig er margslungin og fjölbreyttur flokkur. Jöfnuður, atvinnu-uppbygging og staðfesta einkenna þenna flokk, flokkurinn sem fær aldrey að njóta sinna góðu verka. Margrét Sverrisdóttir og framsýnn hópur Íslandsvina kemur hér nýr inn á sjónarsviðið, fyrir hvað sá flokkur stendur veit enginn enn, en það á vafalaust eftir að koma í ljós svo um munar. Guðjón og naglarnir standa fyrir Evrópsk gildi, þau gildi sem Ingólfur og félagar töldu sig hafa flúið. Síðasti skynsemismerkið hvarf svo þegar Margrét hóf sig á brott úr flokknum. Óþarft er að fjalla um síðastnefndu þrjá flokkana enda ólíklegt að þeir munu hafa áhrif á öldinni sem við kennum við vatnsberann.

Nú verðurhver að ákveða fyrir sig. Það verður svo áhugavert að sjá hvort öld vatnsberans muni raunverulega færa okkur hófsemi og frelsi. Það hlýtur þó að teljast undarlegt að ekki fleiri flokkar berjast fyrir afnámi úrelltra laga um þjóðkirkjunar, og losa landan undan klifjum sandalagerpisins. Það felst beinlínis í stefnum þeirra flestra. Sjálfstæðisflokkurinn í nafni frelsis, því það getur varla talist frelsi að góðkenna heilaþvott kynslóðar eftir kynslóðar af saklausri æsku. Vinstri grænir í nafni kvennfrelsis, því konunni hefur verið haldið niðri og á heimilinu í nafni biblíunnar í aldir alda. Samfylkingin í nafni skoðanakannana, því þær sína að fólk lætur ódyrar töfrabrellur ekki glepja sig lengur í sama mæli og áður var. Íslandsvina-flokkurinn í nafni Íslenskrar menningar, því fátt hefur leikið hana jafn grátt og þúsund ár af ritskoðun og skemmda skipulagðrar brennslu bókmennta-arfs okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband