Að-Gerðir

Við vinnum tilgangslaus störf, til þess eins að fullnægja eigin hégóma. Þjónustustöf, afgreiðslustörf, skrifstofustörf og fjárplógsstörf svo fáein séu nefnd.

Ísland er vel aflögufært, Hammurabi frétti það um daginn að Brimborg væri að kremja bíla sem þeir tækju upp í nýja, mætti senda þá út. Ísland gæti ánefnt eitthvað af sínum fisk til þessara landa, eða eitthvað ál til að aðstoða þá við að koma á atvinnu.  Gefa þeim gömul framleiðslutæki eða gömul fiskiskip, grafa handa þeim brunna. Þetta allt bliknar þó í samanburði við það starf, sem Hammurabi tekur hattin ofan fyrir, að fara í sjálfboðavinnu að stunda kennslu í fátækum undirmálslöndum.

Það þýðir ekki að senda einhverja fáeina aura þegar syrtir í álinn. Við þurfum skipulega að rífa lönd upp úr fátækt. Ísland, íslensk fyrirtæki og óeingjarnir einstaklingar hafa látið margt gott af sér leiða, og gert varanlega aðstoð. Núna er tíminn kæru landar, látum ekki okkar eftir liggja. Förum þangað sem okkar er þörf, sýnum kærleika í verki og samkennd með þeim sem minna meiga sín. 

Sá sem grefur skurð mun falla í hann. Að halda hinum fátæka heimi fátækum elur af sér meiri vandræði en við munum geta ráðið við til lengdar.


mbl.is Aðgerða er þörf strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband