Þeim verður að svíða sem undir míga

Hér á skerinu er búið að vera bullandi góðæri. Svo þegar það kemur að skuldadögum þá virðist það koma öllum gríðarlega á óvart. Fólk hefur keypt sér allt of stórar íbúðir á lánspeningum. Fólk hefur endurfjármagnað íbúðirnar sínar til þess að kaupa sér stóra bíla og flatskjái.

Ef liðinu sem er búið að kynda verðbólgubálið með lánum sínum og ofurneyslu er farið að svíða svoldið þá er það ekkert nema gott. Þeim mun fleira fólk sem fer í gjaldþrot og getur ekki haldið áfram skuldsetningu landsins, og þeim mun fleiri sem missa íbúðirnar sínar með tilheyrandi verðbólguminnkun, þeim mun betra fyrir okkur skynsama fólkið.

Hammurabi er orðin langþreyttur á þessari endemis aumingjadýrkun. Nú er tíminn til að herða sultarólina. Það verður mis-erfitt fyrir fólk, erfiðast að sjálfsögðu fyrir þá sem eru búin að temja sér þroskahefta eyðslusemi, á kostnað okkar hinna. Fólk getur étið fisk og karteflur, enda er það ekki dýrt. Notast við strætó, enda er það ekki dýrt. Búið í skynsamlega stórum íbúðum sem það hefur efni á. Þeim mun fyrr sem fólk fer að horfa í eigin barm þeim mun betra fyrir landslýð allan.


mbl.is „Róðurinn að þyngjast"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig getur ástand verið nefnt góðæri þegar það er búið til út á krít með skuldadaga handan hornsins? 

Magnús (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 13:59

2 Smámynd: Hammurabi

Hagvaxtartímabilið sem ég er að vísa til á sér lengri sögu en það að bankarnir að veita húsnæðsilán, svo eitthvað sé nefnt.

Hammurabi, 18.4.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband