15.3.2007 | 14:18
Corporate welfare
Þessi færsla er birt sem svar við færslu Gulla (gso.blog.is), þar sem hann talar fjálglega um stefnur og strauma íhalds. Reynsla aldanna hefur sýnt okkur að hóflegir, og vel valdir styrkir til atvinnuvega eru jákvæðir fyrir samfélagið.
Hammurabi vill minna Gulla á að Burke sá sem hann vitnar í sagði einnig, "það eina sem hið ílla þarf til að sigra er að góðir menn aðhafist ekkert".
Til eru mý-mörg dæmi þess að góðar hugmyndir hafa orðið að veruleika þökk sé ríkisstyrkjum. Latibær hefði aldrei getað sigrað heiminn ef ekki hefði verið fyrir þróunarsjóð, svo eitthvað nærtækt sé nefnt.
Laissez-faire viðhorf til fyrirtækja er mögulegt í stærri löndum þar sem aðgangur að fjármagni til nýsköpunar er greiðari, og fjöldi frumkvöðla meiri. Hammurabi vill minna á að Ísland er að mestu leiti einfalt matvælaframleiðsluland, þó vissulega sé vægi þungaiðnaðar að aukast. Viljum við færast í átt að þekkingarsamfélagi, þar sem atvinnulífið er fjölbreyttara og "menntaðarar" þá krefst það þess að allir leggist á eitt. Samverkandi þættir eru þar margir, en afskiptaleysi ríkis væri hér ekki til góðs.
2. mgr. 76. gr. stjórnarskránnar "Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi." Þannig nema sé eftir því sérstaklega óskað, þá sé ég ekki ástæðu til þess að fjalla umríkistyrki til menntunar. Þeir peningar sem fara í menntamál skila sér margfalt til baka.
Hammurabi er ekki hlynntur ríkisstyrkjum til fyrirækja! Í fullkomnum heimi. Hinsvegar eru til fjárfestingar sem einkaðilum er ekki gróðvænlegt að standa í, þar sem ávöxtunarkrafa þeirra á pundið sitt er slík. Þar getur ríkið hinsvegar séð sér leik á borði, og gróðaverkefni. Ríkið getur litið til þátta sem einkaðilar græða ekki á. Svo sem minnkun atvinnuleysis, styrking annarra tengdra greina og annara ó-$-tengdum þáttum.
Tökum blessaðan landbúnaðinn. Hammurabi tekur ofan af fyrir manni sem talar um málið af skynsemi. Hann vill einnig minna á að það er margt þarflegt sem bændurnir gera, auk þess að setja lambakjöt á diskinn okkar. Hér á íslandi snjóar, ef halda á heilsárssamgöngum þarf að moka þessa vegi, og það helst strax. Þessu þarfa verki sinna bændurnir. Margur bóndinn gerir meira en bara að stunda landbúnað, enda lítill gróði í því ef fáar eru ærnar. Auk þess augljósa að vera með aukavinnu (t.d. keyra skólabílinn, eins og meistari Jón), þá eigum við líka heimsmeistarann í bréfskák og sá góði drengur er bóndi. Það er margt misræmið í byggðarstefnunni okkar, t.d. þurfa bændur að borga himinnháan toll af innfluttu kjarnfóðri, þó innlend framleiðsla á því anni enganvegin eftirspurn. Leggja þarf drög að heildstæðri-framtíðar-stefnu, sem allir aðilar máls geta sætt sig við. Vinna síðan markvisst, en sviptingarlaust að þeirri áætlun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:27 | Facebook
Athugasemdir
Ég legg til að menn taki 76. gr. st út og þannig stytti stjórnarskránna í stað þess að lengja hana með einhverju rugli um þjóðareign sem allir vita að er ekki til.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.