Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
27.3.2007 | 08:57
Ríkið
Hammurabi hefur funidist allt vera dýrara núna en í hans ungdóm. Þar skiptir engu hvort um er að ræða vökva eða brauð.
Er það rétt, hefur bjórinn ekki staðið í stað. Hvað skyldi nú ein dós af Túborg hafa kostað á menntaskólaböllum hans, miðað við núna. Hammurabi man bara ekki betur en þær hafi verið rétt undir 200 kallinn, rétt eins og núna.
Þratt fyrir að blessaði bjórinn sé ekki kominn í smásölu virðist hægt að auka ekki verðið á honum, en samt þannig að $ rúlla inn sem aldrey fyrr. Svona er það nú.
Forvarnarstarf schmorvarnarstarf. Hammurabi segir, ódýr bjór er góður bjór og hana nú.
23.3.2007 | 09:45
"Hún var kona"
Hammurabi var að horfa á fréttir í gærkvöldi. Þar var fjallað um dóm sem fallið hafði í Þýskalandi. Sá dómur var grundvallaður á Sjarí lögum, og sagði að eiginmanni hafi verið það heimilt að berja eiginkonu sína. Hann var frá Morokko, og hún því mátt vita það. Hammurabi er svosem slétt sama um það, í lok fréttarinnar sagði hinsvegar.
Dómarinn sá eftir þessu, og hafði verið í andlegu áfalli eftir byssuárás sem átti sér stað í réttarsal hans mörgum árum áður. --- "hún var kona".
Ef dómarinn hefði verið karlmaður, þá efast Hammurabi um að fréttaskýrandinn hefði sagt "hann var karlmaður".
Karlinistar og feministar eru báðir kjánar, er ekki kominn tími til að færa sig yfir í 21 öldina. Kyn skiptir ekki alltaf máli. Að staglast endalaust á því að hinn og þessi sé karl, og hin og þessi kona er algert aukaatriði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2007 | 15:23
Um valkvæða löghlýðni og almennt um hræsni
Öll höfum við gert eitthvað gegn okkar betri vitund, eða réttara sagt gegn þeirri vitund sem við teljum og upplifum sem hina réttu. Að sjálfsögðu er andleg meinsemd ekki réttlæting misgjörða þegar þær hafa áhrif á aðra, sem þær gera í nánast öllum tilvikum. Veikindi réttlæta á engan hátt að við öbbust upp á aðra og allra síst varnarlaus börn. En sem manneskjur skulum við gefa okkur tóm til íhugunar áður en við hlaupum upp til handa og fóta og förum að dæma aðra og heimta aftökur eða lífstíðarfangelsi.
Ljóst er að mönnum þykir mismikið til þeirra laga koma sem Alþingi setur í okkar umboði. Það er hins vegar einnig ljóst að lög eru þær reglur sem við höfum gengist undir að hlýða með samfélagssáttmálanum. Lög eru lög og við getur ekki valið þau sem henta okkur.
Ekki keyra um Þingholtin á 70 km hraða og blogga síðan um að barnaníðingar séu réttdræpir og dómarar landins séu vondir menn. Það er bara hræsni. Hvort vill foreldri frekar halda á barni sínu í fanginu augnablikum eftir að það hefur verið misnotað kynferðislega og þurfa að fara að takast á við allar þær afleiðingar sem því fylgir fyrir barnið eða halda á líki sama barns eftir að það hefur verið keyrt niður, myrt, af ökuníðingi sem keyrði um Þingholtin á 70 km hraða.
Minnumst þess líka að fólk og börn gera líkt og við hin gerum. Það þýðir lítið fyrir foreldra að banna börnum sínum að lemja á meðan þau sjálf lemja hvort annað. Fólk hlustar ekki það horfir. Breytum frekar rétt í stað þess að hrópa upp um það sem aðrir gera rangt.
Bylting andans mun breyta heiminum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.3.2007 kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2007 | 15:20
Hefði K-maðurinn moppað?
Naomi mætt í skúringarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2007 | 12:03
Shekel
Heimildir eru fyrir því að fyrsti peningurinn sem notast var við var í Babylon til forna. Það var vissulega fyrir mína tíma (Hammurabis). Hver peningur hafði fast gildi, sem var ákveðið magn af byggi eða shekel. Nú í dag er komið nýtt kerfi, kerfi sem hagfræðingum einum er mögulegt að skilja. Blessunarlega er ágætis afsökun að vanþekkja hagfræðina, og ætla ég mér að mestu að skýla mér bakvið það.
Óskandi væri að Hammurabi væri hagmæltur rithöfundur líkt og L. Frank Baum (Wizard of OZ), myndi ég skrifa hápólitíska allegoriu um það hvað sé rétt að gera í stöðunni. Hammurabi er það ekki en hann getur gert eitt. Dregið sömu ályktanir af sögunni og Tréi (baum=tré) þá sjáum við að kjósandinn getur hjálpað sér sjálfur (silfur skór Dórothy var myndlíking við atkvæði) auk þess að ferðast eftir veg íhaldsins (yellow brick road var allegoria fyrir gull standardinn eða status quo).
Að notast við gullfótinn er víst löngu úrellt fyrirbæri, núna í dag eru peningar orðið verkfæri markaðarins, og í raun engin trygging fyrir því að einhver verðmæti séu þar að baki (ef undan er skilinn lítilsháttar gjaldeyrisforði seðlabankans). Notast er við svokallaða "Fiat Money" , peningar sem metnir eru frjálst af markaði. Peningarnir ráðast að miklu af framboði og eftirspurn.
Í kjölfar láns-hæfis-mats-lækkun íslenska ríkisins lækkaði gengi krónunnar um einhver prómill. Markaðurinn er ekki lengi að taka við sér og kaupa krónur fyrir 10 milljarða, sem skýrir þessa hækkun.
Megin ákvörðunar-þáttur gengis gjaldeyris er þó hugtak Gustavs Cassels, Pruchasing Power Parity. Það má því segja að gengið hafi hækkað vegna þess að kaupmáttur hafi aukist. Hammurabi vonar það allavegana.
Krónan styrkist þrátt fyrir lækkaða lánshæfiseinkunn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 14:18
Corporate welfare
Þessi færsla er birt sem svar við færslu Gulla (gso.blog.is), þar sem hann talar fjálglega um stefnur og strauma íhalds. Reynsla aldanna hefur sýnt okkur að hóflegir, og vel valdir styrkir til atvinnuvega eru jákvæðir fyrir samfélagið.
Hammurabi vill minna Gulla á að Burke sá sem hann vitnar í sagði einnig, "það eina sem hið ílla þarf til að sigra er að góðir menn aðhafist ekkert".
Til eru mý-mörg dæmi þess að góðar hugmyndir hafa orðið að veruleika þökk sé ríkisstyrkjum. Latibær hefði aldrei getað sigrað heiminn ef ekki hefði verið fyrir þróunarsjóð, svo eitthvað nærtækt sé nefnt.
Laissez-faire viðhorf til fyrirtækja er mögulegt í stærri löndum þar sem aðgangur að fjármagni til nýsköpunar er greiðari, og fjöldi frumkvöðla meiri. Hammurabi vill minna á að Ísland er að mestu leiti einfalt matvælaframleiðsluland, þó vissulega sé vægi þungaiðnaðar að aukast. Viljum við færast í átt að þekkingarsamfélagi, þar sem atvinnulífið er fjölbreyttara og "menntaðarar" þá krefst það þess að allir leggist á eitt. Samverkandi þættir eru þar margir, en afskiptaleysi ríkis væri hér ekki til góðs.
2. mgr. 76. gr. stjórnarskránnar "Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi." Þannig nema sé eftir því sérstaklega óskað, þá sé ég ekki ástæðu til þess að fjalla umríkistyrki til menntunar. Þeir peningar sem fara í menntamál skila sér margfalt til baka.
Hammurabi er ekki hlynntur ríkisstyrkjum til fyrirækja! Í fullkomnum heimi. Hinsvegar eru til fjárfestingar sem einkaðilum er ekki gróðvænlegt að standa í, þar sem ávöxtunarkrafa þeirra á pundið sitt er slík. Þar getur ríkið hinsvegar séð sér leik á borði, og gróðaverkefni. Ríkið getur litið til þátta sem einkaðilar græða ekki á. Svo sem minnkun atvinnuleysis, styrking annarra tengdra greina og annara ó-$-tengdum þáttum.
Tökum blessaðan landbúnaðinn. Hammurabi tekur ofan af fyrir manni sem talar um málið af skynsemi. Hann vill einnig minna á að það er margt þarflegt sem bændurnir gera, auk þess að setja lambakjöt á diskinn okkar. Hér á íslandi snjóar, ef halda á heilsárssamgöngum þarf að moka þessa vegi, og það helst strax. Þessu þarfa verki sinna bændurnir. Margur bóndinn gerir meira en bara að stunda landbúnað, enda lítill gróði í því ef fáar eru ærnar. Auk þess augljósa að vera með aukavinnu (t.d. keyra skólabílinn, eins og meistari Jón), þá eigum við líka heimsmeistarann í bréfskák og sá góði drengur er bóndi. Það er margt misræmið í byggðarstefnunni okkar, t.d. þurfa bændur að borga himinnháan toll af innfluttu kjarnfóðri, þó innlend framleiðsla á því anni enganvegin eftirspurn. Leggja þarf drög að heildstæðri-framtíðar-stefnu, sem allir aðilar máls geta sætt sig við. Vinna síðan markvisst, en sviptingarlaust að þeirri áætlun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2007 | 09:31
Kvótakerfið
Það getur reynst vandasamt að svara spurningu af þessum toga með einföldu já/nei.
Ímyndum okkur aðra könnun, þar settir hefðu verið fram valkostir. Þar hefðu niðurstöðurnar verið af örðum toga.
Hammurabi minnist ófárra skoðanakannanna þar sem vilji Íslendinga til að ganga í Evrópusambandið er kannaður. Þar er yfirleitt ein helsta ákvörðunarástæða nei'ara að þá missum við stjórn á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Loks má á það benda að þorri fólks telur það ekki tiltökumál, hverjir sitja að kjötkötlum sjó-gullsins. Svo mikið er víst að aumingja malarbúarnir fái ekkert fyrir sinn snúð, hvernig sem úthlutun veiðiheimilda fer fram.
Hammurabi stendur það ekki til að gera lítið úr þeim hagsmunum sem hér um ræðir, enda megnið af útflutningstekjum landans og þarmeð gjaldeyri, frá fisknum komið. Skynsamleg stjórn þessara mála, niðurstöða sem er til þess fallinn að tryggja okkur $ um ókomna framtíð, er hér aðalatriði. Kvótakerfið má lasta um margt, og lengi má gott bæta. Hammurabi skynjar þetta sem ábendingu til Alþingis og lögsögumanns um að málið megi skoða, ekki áfellisdóm á kerfið sem heild.
Að lokum Hammurabi fagnar því að Vestfirðingar láti til sín taka, og beinki þær skálínur sem á þeirra hlut hafi verið gerðar. Við ykkur segir Hammurabi, "Hinn upphafni prins heyrir, sá sem guð óttast stendur með ykkur"
Rúm 70% andvíg kvótakerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2007 | 11:45
Andsvar karla við reyklausum forstofum
Ég á mér draum að dag einn mun þessi þjóð rísa upp og upplifa sanna merkingu trúar okkar.
Víkingarnir komu hingað til lands vegna þess þeir voru ekki tilbúnir að beygja hné sín fyrir konung. Jón Sigurðsson stóð því hann gat ekki annað, hann var ekki tilbúin að víkja frá sannfæringu sinni. Hammurabi ritar hér því hann er ekki tilbúin að láta það ósagt sem segja þarf.
Nú rís ég upp og segi "ég er Hammurabi, hinn upphafni prins, sem Guð óttast, og mun færa stjórn réttlætis til þessa lands"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)